Gengu út þegar Lavrov ávarpaði ráðstefnuna

Salurinn tæmdist þegar ávarp Lavrov var spilað.
Salurinn tæmdist þegar ávarp Lavrov var spilað. AFP

Sal­ur­inn var fljót­ur að tæm­ast þegar Ser­gei Lavr­ov rúss­neski ut­an­rík­is­ráðherr­ann ávarpaði ráðstefnu um af­vopn­un­ar­mál í Genf fyrr í dag. Rétt áður en mynd­bands­upp­taka af Lavr­ov var spiluð reis fjöldi fólks úr sæt­um sín­um og yf­ir­gaf sal­inn í mót­mæla­skyni vegna inn­rás­ar Rússa í Úkraínu.

Í hópi þeirra sem gekk út úr her­berg­inu var úkraínski sendi­herr­ann og diplómat­ar frá fjölda landa.

Fólkið safnaðist síðan sam­an fyr­ir fram­an úkraínska fán­ann og mik­il fagnaðarlæti brut­ust út sem mátti heyra í saln­um á meðan ræða Lavr­ovs var spiluð. Ein­ung­is ör­fá­ir sátu eft­ir í saln­um, voru það meðal ann­ars sendi­herr­ar frá Jemen, Sýr­landi, Venesúela og Tún­is.

„Það er mik­il­vægt að sýna sam­stöðu með úkraínsk­um vin­um,“ sagði Yann Hwang franski sendi­herr­ann.

Lavr­ov hafði boðað komu sína á ráðstefn­una í Genf en hætti við á síðustu stundu, og sögðu stjórn­völd í Moskvu að ástæðuna mætti rekja til refsiaðgerða Evr­ópu­landa.

Sendiherrarnir og diplómatarnir standa fyrir aftan fánann til að sýna …
Sendi­herr­arn­ir og diplómat­arn­ir standa fyr­ir aft­an fán­ann til að sýna sam­stöðu. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert