Yfirmaður kjarnorkueftirlits Sameinuðu þjóðanna lýsti í gær miklum áhyggjum af því að innrásarher rússneskra hermanna væri að störfum nálægt stærsta kjarnorkuveri Úkraínu.
Rafael Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, sagðist hafa fengið fregnir af því að hermennirnir væru nálægt Saporisjsía-stöðinni í austurhluta Úkraínu.
Grossi sagði í yfirlýsingu sinni að það væri afar mikilvægt að kjarnorkuverunum væri ekki stefnt í hættu á nokkurn hátt.
Slys í kjarnorkuverum í Úkraínu geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lýðheilsu og umhverfið.
Fundur hefur verið boðaður í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Vín á morgun, til að ræða hættuna sem átökin hafa í för með sér fyrir kjarnorkuver Úkraínu.
Mesta kjarnorkuslys sögunnar átti sér stað í landinu, þann 26. apríl árið 1986 í Tsjernóbyl-kjarnorkuverinu.
Rússneskir hermenn náðu völdum við Saporisjsía á fimmtudag en að sögn Grossi er kjarnorkuverið örugg í augnablikinu. Rússneskir hermenn hafi til þessa ekki reynt að komast inn í stöðina.