Bandarísk stjórnvöld eru í stöðugu símasambandi við Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu. Frá þessu greinir fréttamaður CNN sem sérhæfir sig í þjóðaröryggi.
Selenskí mun hafa fengið öruggan gervihnattasíma að gjöf í febrúarmánuði, áður en rússneski herinn réðst inn í Úkraínu.
Gerir síminn forsetanum kleift að vera í sambandi við Bandaríkin á meðan hann er á ferðinni.
The US remains in regular contact with Pres Zelensky through a secure satellite phone that the US gave the Ukrainian govt last month before the invasion occurred, per a US official familiar with the matter. The phone allows Zelensky to remain in contact w/ US while he’s mobile.
— Kylie Atwood (@kylieatwood) March 1, 2022
Selenskí hefur nokkrum sinnum undanfarna daga greint frá símtölum sínum við Joe Biden forseta Bandaríkjanna.
Síðast nú í kvöld, er hann þakkaði fyrir stuðning Bidens og sagði að stöðva þyrfti Rússland eins fljótt og hægt er.
Just had a conversation with @POTUS. The American leadership on anti-Russian sanctions and defense assistance to Ukraine was discussed. We must stop the aggressor as soon as possible. Thank you for your support!
— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 1, 2022
Áður hefur verið greint frá því að forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, William J. Burns, flaug til Úkraínu í janúar, til fundar með Selenskí um vaxandi hættu sem þá þótti steðja að landinu af hálfu Rússlands.
Bandarískir embættismenn eru einnig sagðir hafa talað við Selenskí að undanförnu um ýmiss konar öryggisatriði, þar á meðal öruggustu staðina þar sem forsetinn gæti komið sér fyrir.