Um þriðjungur þeirra Sterla-loftvarnarskeyta sem Þjóðverjar hugðust gefa Úkraínumönnum vegna innrásar Rússa, reyndust ónothæf vegna aldurs og geymsluaðstæðna.
Þýskaland er eitt þeirra Evrópulanda sem tekið hefur þátt í að styrkja varnir Úkraínu með vopnasendingum.
Þeir virðast hins vegar verið aðeins of fljótir á sér að ætla að gefa 2.700 Strela loftvarnarskeyti þar sem um 700 þeirra voru geymd í mygluðum kössum og eru því ónothæf.
Samkvæmt þýska dagblaðinu Der Spiegel voru kassarnir svo myglaðir að í nóvember á síðasta ári máttu hermenn ekki ganga inn í geymslueininguna nema með hlífðarbúnaði.
Þá kemur einnig fram að hluti skeytanna hafi verið að minnsta kosti 35 ára og hafa ekki verið í notkun síðan 2012.