Ætluðu að senda mygluð og ónothæf vopn

Fjölmörg ríki hafa veitt Úkraínumönnum hjálparhönd með vopnasendingum síðustu daga.
Fjölmörg ríki hafa veitt Úkraínumönnum hjálparhönd með vopnasendingum síðustu daga. AFP

Um þriðjungur þeirra Sterla-loftvarnarskeyta sem Þjóðverjar hugðust gefa Úkraínumönnum vegna innrásar Rússa, reyndust ónothæf vegna aldurs og geymsluaðstæðna.

Þýskaland er eitt þeirra Evrópulanda sem tekið hefur þátt í að styrkja varnir Úkraínu með vopnasendingum.

Þeir virðast hins vegar verið aðeins of fljótir á sér að ætla að gefa 2.700 Strela loftvarnarskeyti þar sem um 700 þeirra voru geymd í mygluðum kössum og eru því ónothæf.

Samkvæmt þýska dagblaðinu Der Spiegel voru kassarnir svo myglaðir að í nóvember á síðasta ári máttu hermenn ekki ganga inn í geymslueininguna nema með hlífðarbúnaði.

Þá kemur einnig fram að hluti skeytanna hafi verið að minnsta kosti 35 ára og hafa ekki verið í notkun síðan 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert