Úkraínskur samningamaður hafi verið drepinn

Frá auðri götu í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.
Frá auðri götu í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. AFP

Úkraínski fréttamiðillinn Ukrayinska Pravda segir að úkraínska öryggissveitin SBU hafi skotið á og drepið Denis Kireev, sem sat í úkraínsku samninganefndinni vegna innrásar Rússa í landið. 

Hefur miðillinn þetta eftir heimildum sínum ofarlega í úkraínska stjórnkerfinu. Sagði einn heimildarmaður: „Hann er nú þegar látinn.“

Samkvæmt heimildum Ukrayinska Pravda hafði Kireev verið sakaður um landráð og voru, samkvæmt heimildunum, til staðar skýr gögn um meint brot hans, þar á meðal símtöl. 

Miðillinn segir að Kireev hafi verið skotinn þegar hann streittist á móti handtöku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka