Aftur samið um vopnahlé í Maríupol

Úkraínskir hermenn að störfum í gær.
Úkraínskir hermenn að störfum í gær. AFP

Aftur hefur verið samið um tímabundið vopnahlé í úkraínsku borginni Maríupol. Borgin er umkringd af rússneskum hermönnum og var samið um vopnahlé í henni í gær en rússneski herinn stóð ekki við stóru orðin og hélt áfram að senda þangað sprengjur. Því þurfti að bíða með fólksflutninga en nú er komið að tilraun tvö. 

„Frá klukkan 12 [10 að íslenskum tíma] mun rýming almennra borgara úr Maríupol hefjast,“ segir í yfirlýsingu frá borgaryfirvöldum.

Maríupol er bæði án vatns og rafmagns. Læknar án landamæra segja að ástandið í borginni sé „skelfilegt.“

Flóttamenn sem fengu húsaskjól í Klaustri í borginni Lviv sem …
Flóttamenn sem fengu húsaskjól í Klaustri í borginni Lviv sem er staðsett við landamæri Póllands. AFP

Um 400.000 manns búa í hafn­ar­borg­inni Maríu­pol. Borg­in er Rúss­um mik­il­væg hernaðarlega. Ef þeir ná völd­um yfir henni leyf­ir það aðskilnaðar­sinn­um sem studd­ir eru af Rúss­um í aust­ur Úkraínu að sam­ein­ast her­mönn­um á Krímskaga, landsvæði sem Rúss­ar her­tóku árið 2014.

Tugir féllu í baráttu um Chernihiv

Enn er hart barist í Úkraínu og verður hér farið yfir nýjustu vendingar í stríði Rússa, samkvæmt því sem kemur fram í samantekt AFP.

Úkraínski herinn segir að hann heyi nú „harða bardaga“ við rússneskar hersveitir við jaðar borgarinnar Mykolaiv, sem hefur stjórn yfir veginum til hinnar mikilvægu borgar Ódessu í vesturhluta Úkraínu. 

Frá eyðileggingunni í Chernihiv.
Frá eyðileggingunni í Chernihiv. AFP

Tugir óbreyttra borgara hafa á síðastliðnum sólarhring fallið í baráttunni um borgina Chernihiv í norðurhluta Úkraínu. Eyðileggingin þar er gífurleg og í fá hús að venda fyrir þá óbreyttu borgara sem þar eftir eru.

Karlmaður kveður barn í lest frá Kænugarði.
Karlmaður kveður barn í lest frá Kænugarði. AFP

Sóknin í Kænugarði sífellt mannskæðari

Sókn Rússa í höfuðborg Úkraínu, Kænugarði, hefur sífellt orðið mannskæðari. Rússar neita því að þeir beini spjótum sínum að íbúðabyggðum en miðað við fréttir frá vettvangi er það ósatt og fólk hefur neyðst til þess að flýja úr bæjunum Bucha og Irpin, sem eru staðsettir í útjaðri Kænugarðs, vegna sprengjuregns. 

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, vinnur áfram að því að afla landi sínu frekari stuðnings. Þannig hefur hann til að mynda biðlað til fyrrverandi Varsjárbandalagsríkja Austur-Evrópu að gefa Úkraínu herþotur sem búnar voru til í Rússlandi en Úkraínskir herflugmenn hafa hlotið þjálfun á slíkar þotur. 

Stríðinu hefur verið mótmælt ákaft víða um heim. Þessi mynd …
Stríðinu hefur verið mótmælt ákaft víða um heim. Þessi mynd er frá mótmælum í Taívan. AFP

Pútín segir að refsiaðgerðir jafngildi stríðsyfirlýsingum

Vladimír Pútín, forseti Rússlands varaði Úkraínumenn við því í gær að líftími úkraínska ríkisins gæti liðið undir lok ef leiðtogar landsins „halda uppteknum hætti.“ Þá sagði hann að lönd sem komi á flugbanni yfir Úkraínu verði álitin þátttakendur í stríðinu og sagði að hann liti á refsiaðgerðir gegn Rússlandi sem stríðsyfirlýsingar.

Fólk á flótta frá Kænugarði í gær.
Fólk á flótta frá Kænugarði í gær. AFP

1,4 milljónir á flótta

Um 1,4 milljónir manna hefur flúið frá Úkraínu og til nágrannalandanna síðan Rússar réðust inn í síðustu viku, að sögn Sameinuðu þjóðanna.

Einn samningamaður í Úkraínsku samninganefndinni hefur sagt við AFP að fundað verði í þriðja sinn á mánudag með rússneskum samningamönnum í viðleitni til þess að finna binda enda á stríðið.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert