Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, setti út myndskeið sem hann tók upp á skrifstofu sinni í Kænugarði í morgun.
Er það í fyrsta sinn sem hann gefur upp staðsetningu sína svo afdráttarlaust og sýnir frá skrifstofu sinni frá því að stríð braust út í Úkraínu.
Segir Selenskí í myndskeiðinu, þar sem hann ávarpar íbúa Úkraínu, að hann muni halda kyrru fyrir í Kænugarði og að hann hræðist engan.
„Ég mun halda kyrru fyrir í Kænugarði, á Bankova-stræti. Ég er ekki í felum og ég hræðist engan,“ segir hann.
Mynskeiðið má sjá hér að neðan, textað af BBC.