„Ég er ekki í felum“

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, setti út myndskeið sem hann tók upp á skrifstofu sinni í Kænugarði í morgun. 

Er það í fyrsta sinn sem hann gefur upp staðsetningu sína svo afdráttarlaust og sýnir frá skrifstofu sinni frá því að stríð braust út í Úkraínu. 

Segir Selenskí í myndskeiðinu, þar sem hann ávarpar íbúa Úkraínu, að hann muni halda kyrru fyrir í Kænugarði og að hann hræðist engan.

„Ég mun halda kyrru fyrir í Kænugarði, á Bankova-stræti. Ég er ekki í felum og ég hræðist engan,“ segir hann.

Mynskeiðið má sjá hér að neðan, textað af BBC. 

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert