Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, kallar eftir vopnahléi vegna rafmagnsleysis við Tsjernóbyl-kjarnorkuverið. Hann fer fram á að alþjóðasamfélagið þrýsti á Rússa svo hægt verði að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið.
Þetta kemur fram í Twitter-færslu ráðherrans en hann segir rafkerfi kjarnorkuversins, þar sem skelfilegt kjarnorkuslys varð árið 1986, skemmt.
The only electrical grid supplying the Chornobyl NPP and all its nuclear facilities occupied by Russian army is damaged. CNPP lost all electric supply. I call on the international community to urgently demand Russia to cease fire and allow repair units to restore power supply 1/2
— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) March 9, 2022
Kúleba segir að díselrafstöðvar geti séð kjarnorkuverinu fyrir rafmagni næstu tvo sólarhringa. Að þeim tíma liðnum myndu kælikerfi stöðvast og við það yrði aukin hætta á að geislavirk efni leki út í andrúmsloftið.
Möguleg mengun gæti borist yfir Úkraínu, Rússland og í vesturátt.