Óttast leka frá Tsjernóbyl

Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu.
Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu. AFP

Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, kallar eftir vopnahléi vegna rafmagnsleysis við Tsjernóbyl-kjarnorkuverið. Hann fer fram á að alþjóðasamfélagið þrýsti á Rússa svo hægt verði að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið.

Þetta kemur fram í Twitter-færslu ráðherrans en hann segir rafkerfi kjarnorkuversins, þar sem skelfilegt kjarnorkuslys varð árið 1986, skemmt.

Kúleba segir að díselrafstöðvar geti séð kjarnorkuverinu fyrir rafmagni næstu tvo sólarhringa. Að þeim tíma liðnum myndu kælikerfi stöðvast og við það yrði aukin hætta á að geislavirk efni leki út í andrúmsloftið.

Möguleg mengun gæti borist yfir Úkraínu, Rússland og í vesturátt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka