Stórfyrirtækin Coca-Cola og PepsiCo hafa hætt starfsemi sinni í Rússlandi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fyrirtækin tilkynntu þetta í gær.
Innrásin hefur vakið upp hörð viðbrögð víða með tilheyrandi refsiaðgerðum sem eru sagðar áður óséðar.
„Hugur okkar er hjá fólkinu sem tekst nú á við hræðilegar afleiðingar þessara sorglegu atburða í Úkraínu,“ segir í yfirlýsingu frá Coca-Cola.
Fjöldi annarra stórfyrirtækja hefur hætt, í það minnsta tímabundið, starfsemi sinni í Rússlandi. Greiðslukortafyrirtækið Visa er þar á meðal, tæknirisinn Apple, veitingastaðakeðjan MCDonald's og kaffihúsakeðjan Starbucks.
„Vegna hinnar hrikalegu atburða í Úkraínu erum við hætt að selja Pepsi-Cola í Rússlandi og sömuleiðis aðrar drykkjarvörur okkar, þar á meðal 7Up og Miranda,“ segir í yfirlýsingu frá PepsiCo.