Hafa ekki nægan styrk til að sigra okkur

Volodimír Selenskí.
Volodimír Selenskí. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, er sannfærður um að Rússar muni ekki ná Úkraínu á sitt vald.

„Rússneski innrásarherinn getur ekki sigrað okkur. Þeir hafa ekki nægan styrk. Þeir hafa ekki hugarfarið. Þeir eru að halda okkur hérna eingöngu með ofbeldi. Aðeins með því að hrella okkur,“ sagði hann í myndbandsávarpi seint í gærkvöldi og óskaði í leiðinni eftir aukinni neyðaraðstoð.

„Ég held áfram að minna samherja okkar og vini erlendis á þetta; þeir verða að gera enn meira fyrir landið okkar, fyrir Úkraínumenn og Úkraínu. Vegna þess að þetta er ekki bara fyrir Úkraínu heldur alla Evrópu,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert