Fordæmir „fjöldaaftöku“ í Sádi-Arabíu

Michelle Bachelet.
Michelle Bachelet. AFP

Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt aftöku 81 manneskju á einum og sama deginum í Sádi-Arabíu.

Hún hvetur konungsdæmið jafnframt til að hætta að beita dauðarefsingum.

„Ég fordæmi fjöldaaftöku 81 manneskju sem var sökuð um tengsl við hryðjuverk í Sádi-Arabíu á laugardaginn,“ sagði Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu.

73 þeirra sem voru tekn­ir af lífi voru rík­is­borg­ar­ar Sádi-Ar­ab­íu, sjö voru Jemen­ar og einn var sýr­lensk­ur rík­is­borg­ari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert