Danir íhuga að banna sölu á sígarettum og öðrum nikótínvörum til þeirra sem fæddir eru eftir 2010. Þannig vilja þeir tryggja að komandi kynslóðir verði tóbakslausar.
„Við vonumst til að allir fæddir 2010 og síðar muni aldrei byrja að reykja eða nota nikótínvörur,“ sagði Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra.
„Ef nauðsyn krefur erum við tilbúin að banna sölu tóbaksvara til þessarar kynslóðar með því að hækka aldurstakmarkið smám saman,“ sagði hann. Lágmarksaldurinn til að kaupa sígarettur eða rafsígarettur er núna 18 ár.
Í desember tilkynnti ríkisstjórn Nýja Sjálands að hún myndi árlega hækka lágmarksaldur þeirra sem mega kaupa tóbak í landinu frá og með árinu 2027.
Reykingar eru helsta orsök krabbameins í Danmörku og taldar valda 13.600 dauðsföllum á ári.
Könnun sem danska krabbameinsfélagið lét gera sýndi að 64% Dana væru hlynntir áætlun dönsku ríkisstjórnarinnar, þarf voru 67% ungmenna á aldrinum voru 18-34 ára hlynnt.
Þá vill ríkisstjórnin einnig taka á áfengisneyslu ungmenna.
Stefnt er að því að hækka lögaldur fyrir kaup á drykkjum sem innihalda minna en 16,5% áfengismagn úr 16 árum í 18 ár.