Þrír forsætisráðherrar heimsækja Kænugarð

Forsætisráðherrarnir þrír munu heimsækja Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu.
Forsætisráðherrarnir þrír munu heimsækja Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu. AFP

For­sæt­is­ráðherr­ar Pól­lands, Tékk­lands og Slóven­íu munu sækja Kænug­arð heim í dag og funda með Volodimír Selenskí, for­seta Úkraínu, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá pólsk­um stjórn­völd­um. 

„Til­gang­ur heim­sókn­ar­inn­ar verður að staðfesta ótví­ræðan stuðning Evr­ópu­sam­bands­ins alls við full­veldi og sjálf­stæði Úkraínu og til að kynna víðtæka stuðnings­áætl­un fyr­ir úkraínska ríkið og sam­fé­lag,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka