Forsætisráðherrar Póllands, Tékklands og Slóveníu munu sækja Kænugarð heim í dag og funda með Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, samkvæmt tilkynningu frá pólskum stjórnvöldum.
„Tilgangur heimsóknarinnar verður að staðfesta ótvíræðan stuðning Evrópusambandsins alls við fullveldi og sjálfstæði Úkraínu og til að kynna víðtæka stuðningsáætlun fyrir úkraínska ríkið og samfélag,“ segir í tilkynningunni.