Michael Ryan yfirmaður neyðarmála Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sagði á blaðamannafundi í dag að aldrei áður hefðu jafn margar árásir verið gerðar á heilbrigðisstofnanir og í stríðinu í Úkraínu.
„Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt í heiminum,“ og varaði við ófremdarástandi í heilbrigðismálum landsins því heilbrigðisstofnanir Úkraínu væru komnar á ystu nöf vegna árásanna.
Sameinuðu þjóðirnar hafa skrásett 43 árásir á heilbrigðisstofnanir, sjúkrabíla og heilbrigðisstarfsfólk í Úkraínu frá upphafi árásarinnar 24. febrúar. Í árásunum hafa 12 dáið og 34 særst.