Í tilkynningu frá Hvíta húsinu í dag kom fram að Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping forseti Kína ætla að ræða saman á morgun, m.a. um málefni sem tengjast innrás Rússa í Úkraínu. Kínverjar hafa neitað að fordæma Rússa vegna innrásarinnar og hafa að hluta til kennt Vesturlöndum um stöðuna með því að hafa látið útrás NATO til austurs óátalda og þar með aukið á spennu í þessum heimshluta.
„Leiðtogarnir munu ræða um hvernig hægt sé að hafa einhverja stjórn á samkeppni milli þjóðanna tveggja auk þess að ræða stríðið í Úkraínu og önnur brýn málefni,“ segir í tilkynningunni.