Þrír særðir og einn látinn eftir árás á íbúðablokk

Einn lét lífið í árás Rússa á íbúðablokk í Kænugarði …
Einn lét lífið í árás Rússa á íbúðablokk í Kænugarði í morgun. AFP/Genya Savilov

Einn lést og þrír slösuðust þegar flugskeyti sem búið var að skjóta niður lenti á fjölbýlishúsi í Kænugarði í morgun, að því er upplýsingar frá úkraínskri neyðarþjónustu herma.

Alls hafa sjö látist í höfuðborginni síðan á mánudag. Tilraunir Rússneskra hermanna að umkringja borgina hafa ekki skilað miklum árangri frá því að stríðið byrjaði. Þeir hafa nú verið að gera loftárásir á borgina snemma morguns í nokkra daga samfleytt.

Björgunarmenn fluttu 30 manns á brott úr 16 hæða byggingu, þar af voru þrír slasaðir og einn látinn, í Darnítski-hverfinu eftir að hún varð fyrir árás klukkan fimm í morgun, að sögn neyðarþjónustu Úkraínu.

Allir gluggar sprungu

Efsti hluti byggingarinnar skemmdist að hluta og eldur braust út. Næstum allir gluggar voru brotnir og að minnsta kosti þrjár byggingar sem stóðu í grennd við húsið urðu einnig fyrir skemmdum.

Atvikið átti sér stað einungis tveimur tímum áður en útgöngubanninu, sem hefur verið í gildi í borginni frá því klukkan átta á þriðjudagskvöldi, var aflétt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert