Þrír særðir og einn látinn eftir árás á íbúðablokk

Einn lét lífið í árás Rússa á íbúðablokk í Kænugarði …
Einn lét lífið í árás Rússa á íbúðablokk í Kænugarði í morgun. AFP/Genya Savilov

Einn lést og þrír slösuðust þegar flug­skeyti sem búið var að skjóta niður lenti á fjöl­býl­is­húsi í Kænug­arði í morg­un, að því er upp­lýs­ing­ar frá úkraínskri neyðarþjón­ustu herma.

Alls hafa sjö lát­ist í höfuðborg­inni síðan á mánu­dag. Til­raun­ir Rúss­neskra her­manna að um­kringja borg­ina hafa ekki skilað mikl­um ár­angri frá því að stríðið byrjaði. Þeir hafa nú verið að gera loft­árás­ir á borg­ina snemma morg­uns í nokkra daga sam­fleytt.

Björg­un­ar­menn fluttu 30 manns á brott úr 16 hæða bygg­ingu, þar af voru þrír slasaðir og einn lát­inn, í Darnítski-hverf­inu eft­ir að hún varð fyr­ir árás klukk­an fimm í morg­un, að sögn neyðarþjón­ustu Úkraínu.

All­ir glugg­ar sprungu

Efsti hluti bygg­ing­ar­inn­ar skemmd­ist að hluta og eld­ur braust út. Næst­um all­ir glugg­ar voru brotn­ir og að minnsta kosti þrjár bygg­ing­ar sem stóðu í grennd við húsið urðu einnig fyr­ir skemmd­um.

At­vikið átti sér stað ein­ung­is tveim­ur tím­um áður en út­göngu­bann­inu, sem hef­ur verið í gildi í borg­inni frá því klukk­an átta á þriðju­dags­kvöldi, var aflétt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert