Samband ríkjanna í uppnámi

Samsett mynd af Joe Biden Bandaríkjaforsetea og Vladimír Pútín Rússlandsforseta.
Samsett mynd af Joe Biden Bandaríkjaforsetea og Vladimír Pútín Rússlandsforseta. AFP/JIM WATSON and Alexander NEMENOV

Í dag var sendi­herra Banda­ríkj­anna í Moskvu kallaður á fund rúss­neskra yf­ir­valda, en í síðustu viku kallaði Joe Biden Banda­ríkja­for­seti Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta stríðsglæpa­mann. „Svona yf­ir­lýs­ing­ar Banda­ríkja­for­seta eru ekki svona hátt sett­um aðila til sóma og nú er sam­band ríkj­anna tveggja í upp­námi,“ var sagt í yf­ir­lýs­ingu frá rúss­neska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir að sendi­herra Banda­ríkj­anna, John Sulli­v­an, hefði fengið form­legt mót­mæla­bréf vegna þess­ara „óviðun­andi full­yrðinga,“ Banda­ríkja­for­seta.

Í til­kynn­ing­unni eru Banda­ríkja­menn varaðir við að „fjand­sam­leg­um aðgerðum gegn Rússlandi yrði mætt af hörku.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka