Í dag var sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu kallaður á fund rússneskra yfirvalda, en í síðustu viku kallaði Joe Biden Bandaríkjaforseti Vladimír Pútín Rússlandsforseta stríðsglæpamann. „Svona yfirlýsingar Bandaríkjaforseta eru ekki svona hátt settum aðila til sóma og nú er samband ríkjanna tveggja í uppnámi,“ var sagt í yfirlýsingu frá rússneska utanríkisráðuneytinu.
Í yfirlýsingunni segir að sendiherra Bandaríkjanna, John Sullivan, hefði fengið formlegt mótmælabréf vegna þessara „óviðunandi fullyrðinga,“ Bandaríkjaforseta.
Í tilkynningunni eru Bandaríkjamenn varaðir við að „fjandsamlegum aðgerðum gegn Rússlandi yrði mætt af hörku.“