Innrás Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu hefur tafist þrátt fyrir daglegar árásir hersveita hans, sagði Olaf Scholz kanslari Þýskalands í dag. Á sama tíma ítrekaði kanslarinn jafnframt stuðning Þýskalands við Kænugarð.
„Sókn Pútíns er föst þrátt fyrir alla eyðilegginguna sem hún hefur haft í för með sér dag eftir dag,“ sagði Scholz.
Hann taldi jafnframt tíma til kominn að rússneski leiðtoginn heyrði sannleikann um að stríðið eyðileggi ekki aðeins Úkraínu heldur einnig framtíð Rússlands.