Tsjúbaís hefur yfirgefið Kreml og Rússland

Borgarvirkið Kreml í miðri Moskvuborg.
Borgarvirkið Kreml í miðri Moskvuborg. AFP

Rúss­neski emb­ætt­ismaður­inn Anatólí Tsjúbaís hef­ur látið af embætti og yf­ir­gefið landið vegna and­stöðu sinn­ar við inn­rás Pútíns í Úkraínu. Hann hef­ur um ára­bil verið hátt­sett­ur í Kreml.

Hann gegndi stöðu lofts­lags­full­trúa í Kreml en hafði áður gegnt æðstu störf­um hjá mörg­um stór­um fyr­ir­tækj­um rík­is­ins. 

Frá þessu greindi Bloom­berg frétta­veit­an fyrr í dag en Tsjúbaís til­kynnti af­sögn sína í bréfi til sam­starfs­manna í gær.

Tsjúbaís er æðsti emb­ætt­ismaður­inn sem hef­ur látið af störf­um í Kreml frá því að inn­rás­in í Úkraínu hófst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert