Volodímír Selenskí forseti Úkraínu sagði í dag að ríkisstjórn hans væri alvarlega að íhuga kröfu Rússa um að Úkraína yrði hlutlaust ríki og myndi ekki ganga í Atlantshafsbandalagið.
Rússar hafa gert þá kröfu að Úkraína gangi ekki í NATO frá því fyrir innrásina, en fregnir höfðu borist af því að stjórnvöld Úkraína væru þá að íhuga möguleikann á inngöngu.
„Við erum að íhuga þetta vandlega og þetta skilyrði er að mörgu leyti skiljanlegt,“ sagði Selenskí í samtali við óháða rússneska fjölmiðla. Þó var almennt talið fyrir stríðið að litlar líkur væru á því að Úkraína fengi inngöngu í sambandið, þótt í orði geti allar þjóðir sótt um.
Vitað var að bæði Þjóðverjar og Frakkar höfðu sett sig upp á móti inngöngu Úkraínu, því ef landið væri í NATO væru ríki sambandsins skyldug að verja það gegn árásum annarra ríkja, skv. fimmtu grein sáttmála bandalagsins sem kveður á um að árás á eitt ríki sé árás á þau öll.
Samningafundurinn er fyrirhugaður í Tyrklandi, annað hvort á morgun eða þriðjudag.