Vill járnhvelfingu yfir Evrópu

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Stjórn­völd í Þýskalandi skoða inn­kaup á háþróuðu loft­varn­ar­kerfi frá Ísra­el sem gæti varið Þýska­land og ná­granna­lönd þess. Frá þessu greindi Olaf Scholz kansl­ari Þýska­lands í sjón­varps­viðtali.

Kerfið er þegar í notk­un í Ísra­el og hef­ur verið nefnt Járn­hvelf­ing­in. Var það sett upp árið 2011 og var fjár­magnað af Banda­ríkj­un­um í þeim til­gangi að vernda þau svæði í suður­hluta Ísra­el sem verða gjarn­an fyr­ir eld­flauga­árás­um frá Gaza­strönd­inni.

Andreas Schw­arz, þingmaður sósí­al­demó­krata, seg­ir mik­il­vægt að koma loft­varna­kerf­inu í gagnið eins fljótt og mögu­legt er til þess að verja Þýska­land fyr­ir „rúss­nesku ógn­inni“.

Eldflaugakerfið í Ísrael.
Eld­flauga­kerfið í Ísra­el. AFP

Kerfið sem stjórn­völd eru að skoða kost­ar um tvo millj­arða evra sem sam­svar­ar 286 millj­örðum króna. Sam­kvæmt dag­blaðinu Bild gæti kerfið verið komið í gang árið 2025.

Loft­varna­kerfið er gríðarlega öfl­ugt og er sagt varið Pól­land, Rúm­en­íu og Eystra­salts­rík­in gegn eld­flauga­árás­um.

„Við get­um búið til Járn­hvelf­ingu yfir hluta Evr­ópu. Þá mynd­um við spila lyk­il­hlut­verk í ör­ygg­is­mál­um álf­unn­ar,“ sagði Schw­arz.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert