Viðræðurnar í dag marki stórt framfaraskref

Mevlut Cavusoglu tyrkneski utanríkisráðherrann var ánægður með árangur fundarins í …
Mevlut Cavusoglu tyrkneski utanríkisráðherrann var ánægður með árangur fundarins í dag milli sendinefnda Rússa og Úkraínumanna. AFP/Marwan Tahtah

Mevlut Cavu­soglu tyrk­neski ut­an­rík­is­ráðherr­ann seg­ir viðræður Rússa og Úkraínu­manna, sem fóru fram í Ist­an­búl í dag, hafa markað eitt mesta fram­fara­skref frá því að stríð braust út milli land­anna tveggja fyr­ir rúm­um mánuði.

Viðræðurn­ar hefjast aft­ur á morg­un en ár­ang­ur­inn í dag hef­ur vakið mikla at­hygli. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sendi­nefnd Rússa hafa þeir samþykkt að draga úr hernaðar­um­svif­um í norður­hluta Úkraínu.

Þá hafa sendi­nefnd­irn­ar lagt grund­völl að því að for­set­ar ríkj­anna tveggja geti hist aug­liti til aug­lit­is, en það hafa þeir ekki gert síðan árið 2019 í Par­ís.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert