Rússar séu líklega að blekkja

Viðbragðsaðilar sinna hreinsunarstarfi í rústum vöruhúss sem geymdi meira en …
Viðbragðsaðilar sinna hreinsunarstarfi í rústum vöruhúss sem geymdi meira en 50.000 tonn af djúpfrystum mat í bænum Brovary sem staðsettur er norður af Kænugarði. AFP

Úkraínski herinn segir að loforð Rússneska hersins um að draga úr hernaðaraðgerðum á tveimur mikilvægum svæðum sé „sennilega skipting á einstaka hersveitum og miði að því að afvegaleiða.“

Rússneski herinn sagðist í gær ætla að draga úr umsvifum sínum í grennd við höfuðborgina Kænugarð og borgina Tsjernihív í norðurhluta landsins til þess að „auka gagnkvæmt traust“.

Taka mark á gjörðum, ekki orðum

Þetta tilkynnti herinn í kjölfar friðarviðræðna úkraínskra og rússneskra samningamanna í Tyrklandi. 

Leiðtogar á Vesturlöndum draga heilindi Rússa hvað þetta varðar í efa. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði að hann vildi „bíða og sjá“ það sem myndi raunverulega gerast á vettvangi. Stjórnvöld í Bretlandi segja að rússnesk stjórnvöld verði dæmd eftir aðgerðum sínum, ekki orðum. 

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að „jákvæð“ merki muni ekki „drekkja“ þeim hávaða sem rússneskar árásir hafa í för með sér. 

Úkraínska sendinefndin greindi í friðarviðræðunum í Tyrklandi frá áætlunum um að Úkraína yrði hlutlaust ríki. 

Bandarískir og úkraínskir embættismenn segja að rússneskar hersveitir hafi haldið áfram að flytja hersveitir sínar frá Kænugarði, líklega til þess að einbeita sér frekar að austurhluta landsins.

Lifandi fréttastreymi BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert