Gefur ekki eftir metra af landi

Volodimír Selenskí for­seti Úkraínu.
Volodimír Selenskí for­seti Úkraínu. AFP

Volodimír Selenskí for­seti Úkraínu segir að her landsins búi sig nú undir þungar árásir í austurhluta landsins. Ekki koma til greina af hans hálfu að gefa eftir hluta af úkraínsku landi.

Þetta kom fram í nýjasta ávarpi forsetans.

Stjórn­völd í Kreml segja ólík­legt að ein­hver þýðing­ar­mik­il skref verði tek­in í átt að friði í Úkraínu í kjöl­far friðarviðræðna sem haldn­ar voru í Ist­an­búl á þriðju­dag. Ekk­ert „hald­bært“ hafi komið út úr þeim.

Um­mæl­in stang­ast á við já­kvætt mat aðal­samn­inga­manns Rússa, sem sagði umræður um að Úkraína yrði hlut­laust ríki þokast áfram og að rúss­nesk­ar her­sveit­ir myndu draga ræki­lega úr hernaðaraðgerðum sín­um í kring­um Kænug­arð, höfuðborg Úkraínu, og borg­ina Tsérnihív í norður­hluta lands­ins.

Selenskí segist búast við því að Rússar ráðist af meiri krafti á austurhluta landsins og nefnir í því samhengi sérstaklega Donbas-hérað.

Forsetinn brýnir hersveitir sínar til að búa sig undir átök og segir þeim að berjast fyrir hverjum metra af landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert