Volodimír Selenskí forseti Úkraínu segir að her landsins búi sig nú undir þungar árásir í austurhluta landsins. Ekki koma til greina af hans hálfu að gefa eftir hluta af úkraínsku landi.
Þetta kom fram í nýjasta ávarpi forsetans.
Stjórnvöld í Kreml segja ólíklegt að einhver þýðingarmikil skref verði tekin í átt að friði í Úkraínu í kjölfar friðarviðræðna sem haldnar voru í Istanbúl á þriðjudag. Ekkert „haldbært“ hafi komið út úr þeim.
Ummælin stangast á við jákvætt mat aðalsamningamanns Rússa, sem sagði umræður um að Úkraína yrði hlutlaust ríki þokast áfram og að rússneskar hersveitir myndu draga rækilega úr hernaðaraðgerðum sínum í kringum Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og borgina Tsérnihív í norðurhluta landsins.
Selenskí segist búast við því að Rússar ráðist af meiri krafti á austurhluta landsins og nefnir í því samhengi sérstaklega Donbas-hérað.
Forsetinn brýnir hersveitir sínar til að búa sig undir átök og segir þeim að berjast fyrir hverjum metra af landi.