Býst við hörðum átökum í suðurhluta Úkraínu

Volodimír Selenskí for­seti Úkraínu.
Volodimír Selenskí for­seti Úkraínu. AFP

Volodimír Selenskí for­seti Úkraínu segir ástandið í suðurhluta landsins og Donbas-héraði í austri áfram mjög erfitt. Úkraínskar hersveitir búa sig undir hörð átök á þessum svæðum.

Þetta kom fram nýjasta í ávarpi forsetans. 

„Það eru bardagar framundan,“ sagði forsetinn sem gefur lítið fyrir orð Rússa um að þeir muni hlífa borgum eins og höfuðborginni Kænugarði.

Selenskí sagði rússneskar hersveitir hörfa þaðan sem Úkraínumönnum hefur gengið vel að verjast þeim en þjarmi þess í stað að viðkvæmari svæðum og nefndi í því samhengi borgina Maríupol í suðurhluta landsins.

Maríu­pol er hafn­ar­borg við Asovs­haf sem er illa leik­in eft­ir inn­rás rúss­neska hers­ins. Hún hef­ur verið um­kringd í lengri tíma og án raf­magns og renn­andi vatns. Varað hef­ur verið við að mannúðar­krísa sé í far­vatn­inu í borg­inni þar sem illa hef­ur gengið að forða al­menn­um borg­ur­um.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert