Loftárásir gerðar á Ódessu

Mikinn svartan reyk leggur upp frá iðnaðarsvæði í borginni.
Mikinn svartan reyk leggur upp frá iðnaðarsvæði í borginni. AFP/ BULENT KILIC

Loft­árás­ir voru gerðar á hafn­ar­borg­ina Ódessu í Úkraínu í nótt, en borg­in stend­ur við Svarta­haf. Stjórn­völd höfðu varað við því að þegar Rúss­ar drægju mann­skap sinn frá Kænug­arði þá myndu þeir reyna að þétta raðirn­ar í suður­hluta lands­ins. AFP-frétta­stof­an grein­ir frá.

Ant­on Herashchen­ko,ráðgjafi inn­an­rík­is­ráðherra Úkraínu greindi frá því að nokkr­ar af eld­flaug­um Rússa hefðu verið skotn­ar niður.

Blaðamaður AFP seg­ist hafa heyrt spreng­ing­ar í suðvest­ur­hluta borg­ar­inn­ar um klukk­an sex í morg­un að staðar­tíma. Í kjöl­farið hafi svart­an reyk lagt upp frá iðnaðarsvæði og eld­tung­ur hafi verið sýni­leg­ar.

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, varaði við því á föstu­dag að Rúss­ar væru að þétta raðirn­ar í suðri og væru að und­ir­búa öfl­ug­ar árás­ir, en bú­ist hafði verið við því að Rúss­ar myndu færa sig um set og breyta um taktík.

Búið var að vara við því að Rússar myndu þétta …
Búið var að vara við því að Rúss­ar myndu þétta raðrirn­ar í suðri. AFP/​BU­LENT KILIC
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka