Selenskí kynnir „böðlaskrá“

Selenskí lofaði í þessari sömu ræðu að Úkraína ætti eftir …
Selenskí lofaði í þessari sömu ræðu að Úkraína ætti eftir að sigra stríðið. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska leiðtoga ábyrga fyrir fjöldamorðunum í Bútsja.

Selenskí sór í dag að hann skyldi rannsaka og sækja til saka, vegna allra glæpa sem Rússar hafa framið í Úkraínu, enda hafi hann fundið sérstaka aðferð til þess.

Saklausir borgarar virðast hafa verið teknir af lífi.
Saklausir borgarar virðast hafa verið teknir af lífi. AFP

Sérstakt kerfi fyrir saksókn stríðsglæpa

Hann ætlar sér að koma á fót kerfi þar sem fengnir verða inn úkraínskir sem og alþjóðlegir sérfræðingar, rannsakendur, saksóknarar og dómarar.

Þeirra verkefni verði að koma öllum þeim sem ábyrgð bera á stríðsglæpum í Úkraínu, á svokallaðri „böðlaskrá“. Haft verði svo upp á þessum einstaklingum og þeim refsað.

Selenskí hefur skipað utanríkisráðuneytinu, sérstökum saksóknara, lögreglunni og öryggisfulltrúum að tryggja að þetta kerfi geti farið í gang tafarlaust.

„Ég vil að allir leiðtogar Rússlands sjái hvernig skipunum þeirra …
„Ég vil að allir leiðtogar Rússlands sjái hvernig skipunum þeirra er framfylgt.“ AFP

Endurreisa Bútsja

Þá tilkynnti hann, í ávarpi sínu, að úkraínsk yfirvöld væru að vinna að því að endurreisa Bútsja og aðra bæi, þar sem úkraínski herinn hefur náð völdum á ný eftir tímabundin yfirráð rússneska hersins.

„Ég vil að allir leiðtogar Rússlands sjái hvernig skipunum þeirra er framfylgt.“ Þá fullyrti hann að þessar myndir af fjöldamorðunum væru þær sem ættu eftir að festast við ímynd Rússlands.

Rússnesk yfirvöld neita sök og halda því fram að úkraínski herinn beri ábyrgð á fjöldamorðum saklausra Úkraínumanna.

Rússar halda því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á fjöldamorðunum.
Rússar halda því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á fjöldamorðunum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert