Evrópusambandið hefur sakað Rússa um mannskæðu árásina á lestarstöðina í Kramatorsk, en Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir að árás Rússa sé skelfileg.
Telur hann að grípa verður til aðgerða og bendir hann á að enn frekari refsiaðgerðum verði beitt af hálfu Evrópusambandsins gegn Rússlandi.
„Það er skelfilegt að Rússar geri árás á eina af þeim fjölmörgu lestarstöðum sem almennir borgarar á flótta nota til að forðast árásir Rússa,“ segir hann.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem er á leið til Kænugarðs ásamt Joseph Borell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, hefur fordæmt árásina.
Borell segir að Evrópusambandið ætli að þjálfa úkraínska saksóknara í að rannsaka stríðsglæpi sem Rússar eru taldir sekir um fyrir 7,5 milljónir evra. Að sögn hans munu leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins ræða beiðni Úkraínu um hernaðarlega aðstoð sem og frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi.
Tala látinna fer hækkandi í kjölfar árásarinnar. Að minnsta kosti 50 létu lífið í árásinni, þar á meðal 5 börn.
„Fimmtíu látnir, fimm þeirra börn. Þetta er tala látinna að svo stöddu eftir árás innrásar hers Rússlands á lestaðstöðina í Kramatorsk,“ sagði Pavlo Kyrylenko, ríkisstjóri Donetsk-héraðs.
Varnarmálaráðuneyti rússlands hefur vísað ásökunum um aðild þeirra að árásinni á bug og jafnframt haldið því fram að þjóðernissinnar í Kænugarði hafi staðið að baki árásinni í þeim tilgangi að nota almenna borgara sem voru á flótta frá Rússum sem „mennskan skjöld“ svo að Úkraínski herinn gæti haldið landafræðilegri stöðu sinni á svæðinu.