Bretar senda fleiri vopn til Úkraínu

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Meðal þeirra ríkja sem fordæmt hafa árásina á lestarstöð í Kramatorsk í Úkraínu er Bretland. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretlandi muni senda fleiri vopn til Úkraínu í kjölfar árásarinnar.

Boris segir að árásin á Kramatorsk sýni hversu djúpt her Pútíns er sokkinn þegar kemur að voðaverkum.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur einnig fordæmt árásina sem „viðurstyggilega“  og segir að Frakkland muni aðstoða við frekari rannsóknir svo að réttlætinu verði fylgt eftir. Þá hefur Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallað árásina grimmdarlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert