Kanslari Austurríkis til fundar með Pútín

Talsmaður Nehammer segir að kanslarinn hafi upplýst yfirvöld í Berlín, …
Talsmaður Nehammer segir að kanslarinn hafi upplýst yfirvöld í Berlín, Brussel og Selenskí, um fyrirhugaðan fund við Pútín. AFP

Karl Nehammer, kanslari Austurríkis mun ganga til fundar við Vladimír Pútín, forseta Rússlands í Moskvu, mánudaginn 11.apríl. 

Nehammer fundaði með Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, í gær. Þá heimsótti hann einnig Bútsja með forsetanum og verður sú heimsókn því fersk í minni hans á fundinum með Pútín.

Að loknum fundi leiðtoganna tveggja tilkynnti Selenskí að Austurríki stæði við bakið á Úkraínumönnum og að heimsókn kanslarans hafi verið mikilvæg og táknræn staðfesting á því.

Hér má sjá þá Nehammer og Selenskí takast í hendur …
Hér má sjá þá Nehammer og Selenskí takast í hendur í Úkraínu í gær. AFP

Hvetja til viðræðna

Talsmaður Nehammer segir að kanslarinn hafi upplýst Selenskí og yfirvöld í Berlín og Brussel, um fyrirhugaðan fund við Pútín. Markmið fundarins sé að hvetja Rússa til viðræðna en rússneskir og úkraínskir samningsgerðarmenn hittust síðast þann 29. mars.

Kanslarinn er fyrsti leiðtoginn úr Evrópusambandinu til þess að hitta Pútín síðan Rússar gerðu innrás í Úkraínu þann 24. febrúar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert