Frá varnarmálaráðuneyti Rússa berastnú þær fregnir að meira en eitt þúsund úkraínskir hermenn hafi gefist upp í hafnarborginni Maríupol. Borgin hefur verið í umsátri rússneska hersins og eftir harðvítuga baráttu í sex vikur lítur út fyrir að hún sé fallin í hendur Rússa.
"1026 úkraínskir hermenn út 36. herdeild lögðu niður vopn sín í dag og gáfust upp," var haft eftir talsmanni varnarmálaráðuneytisins. Yfirvöld í Úkraínu eiga eftir að staðfesta fréttirnar.