Flóttafólkið sent til Rúanda

Tilkynnti ráðherrann einnig um það að landamæraeftirlitið á Ermasundinu, þar …
Tilkynnti ráðherrann einnig um það að landamæraeftirlitið á Ermasundinu, þar sem hvað flest flóttafólk kemur inn í landið, myndi færast á hendur hersins. Mynd tekin eftir ávarp Johnson í Dover í dag. AFP

Bretland mun senda það flóttafólk og hælisleitendur sem koma þangað til lands ólöglega til Rúanda. Þessu greindi Boris Johnson í ávarpi sínu nær Dover í suðaustur Englandi í dag.

„Frá og með deginum í dag má öllum þeim sem koma hingað ólöglega, auk þeirra sem hafa komið hingað ólöglega frá 1. janúar, vera flutt til Rúanda,“ sagði Johnson.

„Rúanda hefur alla burði til þess að taka á móti tugum þúsunda flóttafólks á komandi árum.“

Þá sagði Johnson landið, sem hefur vafasama fortíð er kemur að mannréttindum, „eitt það öruggasta í heimi“ og að það væri þekkt á heimsvísu fyrir að taka á móti metfjölda flóttamanna.

Tilkynnti ráðherrann einnig um það að landamæraeftirlitið á Ermasundinu, þar sem hvað flest flóttafólk kemur inn í landið, myndi færast á hendur hersins.

Innanríkisráðherra Bretlands, Priti Patel, og utanríkisráðherra Rúanda, Vincent Biruta, undirrituðu sáttmála þess efnis og mun Bretland veita afríska landinu 120 milljón punta til að byrja með.

Innanríkisráðherra Bretlands, Priti Patel, og utanríkisráðherra Rúanda, Vincent Biruta, undirrita …
Innanríkisráðherra Bretlands, Priti Patel, og utanríkisráðherra Rúanda, Vincent Biruta, undirrita sáttmála þess efnis að ólöglegum innflytjendum verði beint til Rúanda. AFP

Metfjöldi flóttafólks

Johnson var kjörinn ráðherra meðal annars vegna loforða sinna um að takmarka að ólöglegir innflytjendur kæmust inn í landið. Þrátt fyrir það hefur fjöldi þeirra sem koma yfir Ermasundið sjaldan verið meiri og nú.

Yfir 28.000 manns komu til landsins yfir sundið frá Frakklandi á síðasta ári. Um 90 prósent þeirra voru karlmenn og þrír af hverjum fjórum karlmenn á aldrinum 19 til 39 ára.

Austur-Afríkulandið Rúanda, er sennilega hvað þekktast fyrir þjóðarmorðið sem þar átti sér stað undir lok síðustu aldar árið 1994 þegar 800.000 borgarar voru myrtir á 100 dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert