Rússneska varnarmálaráðuneytið varaði við því í morgun að það muni herða árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til að bregðast við árásum á rússneskri grundu.
Rússar hafa sakað Úkraínu um að miða árásum sínum að rússneskum landamærabæjum.
„Fjöldi og umfang eldflaugaárása á skotmörk í Kænugarði mun aukast til að bregðast við hryðjuverkaárásum eða skemmdarverkum sem þjóðernissinnastjórn Kænugarðs hefur framið á rússnesku yfirráðasvæði,“ sagði í yfirlýsingu ráðuneytisins.
Þá sagði í yfirlýsingu að Rússar höfðu ráðist réðust á „her“ verksmiðju fyrir utan Kænugarð seint í gærkvöldi.