Le Pen grunuð um fjárdrátt

Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi.
Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi. AFP/CHRISTOPHE SIMON

Þing Evrópusambandsins segist reyna að fá greidda peninga sem Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, skuldar vegna meintrar spillingar.

Le Pen undirbýr sig nú til að mæta Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, í úrslitakosningum um forsetaembættið í Frakklandi.

Franski fjölmiðillinn Mediapart greinir frá skýrslu frá Evrópuþinginu að Le Pen og þrír aðrir þingmenn innan þingsins, þar á meðal faðir Le Pen, séu undir rannsókn fyrir misnotkun á fjármunum stofnunarinnar.

Skýrslan segir að Le Pen hafi dregið sér fé sem nemur tæplega tuttugu milljónum króna þegar hún var þingmaður Evrópuþingsins á milli áranna 2004 og 2017.

Le Pen hefur áður verið rannsökuð vegna gruns um að greiða laun til tilbúins starfsfólks sem átti að vera aðstoðarmenn hennar á þinginu.

Seinni umferð forsetakosninga í landinu fara fram 24. apríl.

Marine Le Pen og Emmanuel Macron árið 2017.
Marine Le Pen og Emmanuel Macron árið 2017. AFP/Eric Feferberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka