Biden ekki á leið til Kænugarðs á næstunni

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar ekki að fara til Kænugarðs að svo stöddu þrátt fyrir að Volodimír Selenskí, for­seta Úkraínu, hafi hvatt Biden að koma til landsins og sýna Úkraínumönnum stuðning í baráttunni gegn Rússum.

„Það hafa engar áætlanir verið gerðar þess efnis að forsetinn fari,“ sagði Jen Psaki, upp­lýs­inga­full­trúi Hvíta húss­ins, í dag.

Þó nokkrir leiðtogar Evrópuríkja hafa hitt Selenskí, meðal annars Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.

Mun flóknara væri að senda Biden til landsins af öryggisástæðum og þess í stað verða Antony Blinken ut­an­rík­is­ráðherra eða Lloyd Austin varn­ar­málaráðherra sendir í stað forsetans. 

Í síðustu viku sagði Biden að enn ætti eftir að ákveða hvort hann færi en sagði það þó ekki vera útilokað. 

Þá sagði Psaki að von væri á að sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði yrði opnað aftur, hún gaf þó ekki svör um hvenær það yrði.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert