Grímuskyldan ólögmæt

Í síðustu viku framlengdi sóttvarnastofnunin grímuskylduna til þriðja maí.
Í síðustu viku framlengdi sóttvarnastofnunin grímuskylduna til þriðja maí. AFP

Dóm­ari í Flóri­da­fylki Banda­ríkj­anna hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að grímu­skylda sótt­varna­yf­ir­valda (CDC) í flug­vél­um og öðrum al­menn­ings­sam­göng­um sé ólög­mæt.

Þetta kem­ur fram í frétt CNN.

Dóm­ar­inn sem kvað upp dóm­inn heit­ir Kat­hryn Kimball Mizelle, en hún var skipuð í embætti á valdatíð Don­ald Trump.

Er það niðurstaða henn­ar að það fari út fyr­ir vald­heim­ild­ir sótt­varna­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna að kveða á um svo íþyngj­andi tak­mark­an­ir, enda hafi þær í för með sér veru­leg­ar skerðing­ar á ferðaf­relsi borg­ar­anna.

Í síðustu viku fram­lengdi sótt­varna­stofn­un­in grímu­skyld­una til þriðja maí, vegna skyndi­legr­ar aukn­ing­ar í smit­um, en sótt­varna­stofn­un­in vill hindra út­breiðslu smita uns frek­ari upp­lýs­ing­ar fást um af­brigðið að baki smit­bylgj­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert