Rússar hafi ekki náð Maríupol á sitt vald

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu. AFP

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, hafn­ar því að úkraínska hafn­ar­borg­in Maríu­pol sé nán­ast öll und­ir yf­ir­ráðum rúss­neskra her­sveita.

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti full­yrti í gær­morg­un að hans mönn­um hefði tek­ist að „frelsa“ borg­ina úr hönd­um Úkraínu­manna.

Ser­gei Sjoígu, varn­ar­málaráðhherra Rúss­lands, til­kynnti Pútín í gær að Rúss­ar réðu allri borg­inni, fyr­ir utan Asovstal-stál­verk­smiðjuna.

Selenskí sagði úkraínska her­menn í Maríu­pol veita þeim rúss­neska mót­spyrnu og að borg­in væri enn und­ir úkraínskri stjórn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka