Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hafnar því að úkraínska hafnarborgin Maríupol sé nánast öll undir yfirráðum rússneskra hersveita.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti fullyrti í gærmorgun að hans mönnum hefði tekist að „frelsa“ borgina úr höndum Úkraínumanna.
Sergei Sjoígu, varnarmálaráðhherra Rússlands, tilkynnti Pútín í gær að Rússar réðu allri borginni, fyrir utan Asovstal-stálverksmiðjuna.
Selenskí sagði úkraínska hermenn í Maríupol veita þeim rússneska mótspyrnu og að borgin væri enn undir úkraínskri stjórn.