Vilja temja hið „villta vestur“ netheima

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB.
Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB. AFP

Evr­ópu­sam­bandið lagði loka­hönd á nýja laga­setn­ingu í dag sem miðar að því stór tæknifyr­ir­tæki verði að fjar­lægja skaðlegt efni á vefsíðum sín­um. Lög um sta­f­ræna miðlun (DSA) er seinni liður í aðgerð sam­bands­ins til að koma regl­um yfir vef­miðla og spann­ar list­inn yfir bannað efni allt frá hat­ursorðræðu, vís­vit­andi rang­færsl­um til barnakláms. Unnið hef­ur verið að laga­setn­ing­unni frá ár­inu 2020.  

Sögu­leg­ur ár­ang­ur

Ursula von der Leyen for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins sagði á Twitter að sam­komu­lagið inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins um lög­in í dag væri sögu­leg.

„Nýj­ar regl­ur okk­ar munu vernda not­end­ur miðlanna, tryggja mál­frelsi og opna mögu­leika fyr­ir viðskipti. Það sem er ólög­legt í raun­heim­um mun verða jafn ólög­legt í net­heim­um í Evr­ópu­sam­band­inu.“

Thierry Bret­on fram­kvæmda­stjóri markaðsdeild­ar Evr­ópu­sam­bands­ins sagði að með nýju lög­un­um gætu stóru tæknifyr­ir­tæk­in ekki hagað sér leng­ur eins og stærð þeirra gerði það að verk­um að þau gætu gert það sem þeim sýnd­ist. „Þetta er stór áfangi fyr­ir borg­ara Evr­ópu­sam­bands­ins,“ en áður hafði hann lýst net­inu eins og villta vestr­inu.

AFP

Samþykkt­in í dag er háð samþykki 27 ríkja banda­lags­ins og Evr­ópuþings­ins. Reglu­gerðin teng­ist Sta­f­rænu markaðslög­un­um (DMA) sem lokið var við í mars­mánuði og tók á ein­ok­un­ar­til­b­urðum stóru tækn­iris­anna eins og Google og Face­book. Í vinnslu lag­anna var hart tek­ist á milli Evr­ópu­sam­bands­ins og tækn­iris­anna um þætti eins og mál­frelsi og gera má ráð fyr­ir að ekki séu all­ir sam­mála

Skyld­ur sam­fé­lags­miðla

Tækn­iris­arn­ir hafa iðulega verið sakaðir um að stöðva ekki ólög­legt at­hæfi á miðlum sín­um. Hryðju­verka­árás í Nýja-Sjálandi var sýnd í beinni út­send­ingu á Face­book árið 2019 og olli gíf­ur­legri reiði og eins var árás­in á Banda­ríska þing­húsið í fyrra und­ir­bú­in og aug­lýst á sam­fé­lags­miðlum.

Einnig er reynt að koma regl­um yfir ólög­legt at­hæfi á vefsíðum þar sem verslað er með stolna hönn­un eða vör­ur sem eru bilaðar, eða í engu sam­ræmi við lýs­ingu þeirra á net­inu.

Gagn­sæi í lyk­il­hlut­verki

Reglu­gerðin ger­ir ráð fyr­ir að vefsvæðin verði að fjar­lægja ólög­legt efni um leið og at­hygli þeirra er vak­in á því. Einnig þurfa sam­fé­lags­miðlar að losa sig við not­end­ur sem brjóta lög­in stöðugt á miðlin­um.

All­ir sem selja vör­ur á net­inu þurfa að staðfesta hvaðan vör­ur þeirra koma, en þótt marg­ar regl­urn­ar eigi við alla á net­inu er sér­stak­lega verið að setja skyld­ur á stærstu miðlana sem hafa yfir 45 millj­ón not­end­ur í Evr­ópu­sam­band­inu. Þeim fyr­ir­tækj­um er einnig gert skylt að hafa gagn­sæja stefnu þegar kem­ur að upp­lýs­inga­söfn­un og al­gór­itmum.

Ekki er búið að birta lista yfir stærstu fyr­ir­tæk­in, en gert er ráð fyr­ir að þar verði tækn­iris­arn­ir Google, Apple, Face­book, Amazon, Microsoft og Twitter og lík­lega TikT­ok, Zalando og Book­ing.com.

Ólög­legt bæði í raun­heim­um og á net­inu

Í til­kynn­ingu frá Evr­ópuráðinu er laga­setn­ing­in kynnt sem „ver­öld­in í fyrsta sæti þegar kem­ur að regl­um í sta­f­ræn­um heimi.“

„Það sem er ólög­legt í ver­öld­inni er líka ólög­legt á net­inu. Til­gang­ur lag­anna er að vernda sta­f­rænt rými fyr­ir ólög­legu efni og að tryggja ör­yggi og rétt­indi not­and­anna,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Hillary Cl­int­on fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna hef­ur fagnað ákvörðun Evr­ópu­sam­bands­ins í mála­flokkn­um.

„Allt of lengi hafa stóru tækn­iris­arn­ir verið vett­vang­ur hópa til að dreifa vís­vit­andi ósann­ind­um og öfga­skoðunum án þess að bera nokkra ábyrgð. Núna er Evr­ópu­sam­bandið að taka á því máli.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert