Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir ESB ætla smám saman að banna innflutning á olíu frá Rússlandi. Tillögur að nýjum refsiaðgerðum gagnvart Rússum hafa verið kynntar vegna innrásar þeirra í Úkraínu.
„Við munum sjá til þess að við hættum að nota rússneska olíu á skipulagðan hátt,“ sagði von der Leyen á fundi Evrópuþingsins Strasbourg.
„Þess vegna ætlum við að draga smám saman úr framboði á hráolíu frá Rússum á næstu sex mánuðum og jarðolíuafurðum fyrir lok ársins,“ bætti hún við.
Í skjali sem AFP-fréttastofan hefur séð óskar von der Leyen eftir því að Ungverjaland og Slóvakía, sem bæði eru afar háð rússneskri olíu, fái meiri tíma til að framfylgja banninu.
Sendiherrar 27 ríkja Evrópusambandsins hittast í dag til að ræða áformin. Til þess að þau taki gildi þarf einróma samþykki aðildarríkjanna.
Von der Leyen sagði einnig að ESB muni biðja aðildarríkin um að samþykkja að neita Sberbank, stærsta banka Rússlands, um aðgang að SWIFT, alþjóðlega greiðslukerfinu.