Stefnt er að því að gera tilraun til að koma óbreyttum borgurum, sem fastir eru með úkraínskum hermönnum í Asovstal stálverksmiðjunni í úkraínsku borginni Maríupol, þaðan síðar í dag.
Samkvæmt frétt AFP er talið að um 200 óbreyttir borgarar séu fastir í verksmiðjunni. Af þeim eru að minnsta kosti 20 börn.
Andriy Yermak, skrifstofustjóri forseta Úkraínu, segir að nú þegar hafi tekist að koma tæplega 500 óbreyttum borgurum frá Maríupol síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu björgunaraðgerðir.