Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt um aukna hernaðaraðstoð til Úkraínu.
Aðstoðin í þetta sinn nemur 150 milljónum dollara, eða um 20 milljörðum króna. Skotvopn og ratstjár eru meðal annars að finna í pakkanum, að sögn Bidens.
Ratsjánum er meðal annars ætlað að koma auga á hvaðan skothríð óvinarins kemur.
Forsetinn hvatti bandaríska þingið til að samþykkja 33 milljóna dollara aðstoð til viðbótar, þar á meðal 20 milljónir dollara í neyðaraðstoð „til að styrkja Úkraínu á vígvellinum og við samningaborðið“.