Munu greiða leið Finna inn í NATO

Sauli Niinisto forseti Finnlands á blaðamannafundi vegna gagnkvæms öryggissamnings við …
Sauli Niinisto forseti Finnlands á blaðamannafundi vegna gagnkvæms öryggissamnings við Breta í gær. AFP

Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa gefið loforð um að þeir muni greiða leið Finnlands inn í Atlantshafsbandalagið (NATO) eftir að bæði forseti Finnlands og forsætisráðherra sögðu í dag að Finnar þyrftu að sækja um inngöngu í bandalagið án tafar. AFP-fréttastofan greinir frá.

Öldungadeildin þarf að samþykkja samninga og veita samþykki fyrir öllum nýjum aðildarríkjum NATO.

Öldungadeildarþingmaðurinn Bob Menendez, formaður utanríkisnefndar þingsins, sagði að nú þegar væri hafin vinna við að greiða leið bæði fyrir Finna og Svía inn í bandalagið, sæki löndin um aðild.

Jim Risch sem einnig situr í nefndinni sagði yfirlýsingu finnskra yfirvalda stórt skref í átt að sameiginlegu öryggi þvert yfir Atlantshafið.

„Sú ákvörðun að taka skref í átt að aðild að NATO er alvöru og ég ítreka stuðning minn við Finna í þessu ferli,“ skrifaði Risch á Twitter.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert