Í ræðu sem hann hélt í borginni Dallas um stríðið í Úkraínu ruglaðist George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í ríminu og sagði innrásina í Írak hafa verið „tilefnislausa og grimma“.
Hann var fljótur að leiðrétta sjálfan sig og kenndi aldrinum um eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði AFP-fréttastofunnar.