Selenskí segir stríðið ekki enda nema með viðræðum

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að eina leiðin til þess að enda stríðið í landinu sé í gegnum viðræður á milli Úkraínu og Rússlands, frekar en nokkur hernaðarlegur sigur.

Selenskí óskaði einnig eftir meiri hernaðarlegri aðstoð, þrátt fyrir að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hafi skrifað undir 40 milljarða bandaríkjadala (5,274 milljarðar króna) samning um aðstoð til heraðgerða Úkraínu.

Rússar hættu sölu á gasi til Finnlands í dag vegna umsóknar Finna í Atlantshafsbandalagið.

Selenskí vill fulla aðild að Evrópusambandinu

Selenski hefur hafnað uppástungu Emmanuels Macrons, forseta Frakklands, um að Úkraína verði í einhvern veginn tengd Evrópusambandinu á meðan landið bíður eftir inngöngu í sambandið.

„Við þurfum engar slíkar málamiðlanir,“ sagði Selenskí á blaðamannafundi með forsætisráðherra Portúgal, Antonio Costa.

„Vegna þess að trúðu mér, þetta verður ekki málamiðlun á milli Úkraínu og Evrópu, heldur á milli Evrópu og Rússlands,“ sagði Selenskí.

Volodómír Selenskí á blaðamannafundi í dag.
Volodómír Selenskí á blaðamannafundi í dag. AFP/Sergei SUPINSKY
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert