Rússneskur hermaður dæmdur í lífstíðarfangelsi

Dómstóll í Úkraínu hefur dæmt 21 árs rússneskan hermann í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt óbreyttan borgara í fyrsta  rétt­ar­haldi úkraínskra yf­ir­valda vegna stríðsglæpa af hálfu rúss­neska hers­ins í Úkraínu. 

Vadím Shis­himarín, liðþjálfi frá Irk­utsk í Síberíu, var fundinn sekur um að hafa skotið til bana 62 ára óvopnaðan karl­mann á hjóli nærri þorpinu Tjúpakívka í aust­ur­hluta Úkraínu, fjór­um dög­um eft­ir inn­rás­ina í fe­brú­ar. 

Shis­himarín viðurkenndi að hafa skotið manninn, Oleksandr Shelipov, en sagði að hann hefði verið að fylgja skipunum og bað ekkju Shelipov afsökunar.

Fjöldi annarra meintra stríðsglæpa eru til rannsóknar í Úkraínu.

Stjórnvöld í Rússlandi neita því að þarlendir hermenn hafi ráðist að óbreyttum borgurum en Úkraínumenn segja þá hafa framið meira en 11 þúsund stríðsglæpi.

Hermaðurinn Vadim Shishimarin var dæmdur í lífstíðarfangelsi.
Hermaðurinn Vadim Shishimarin var dæmdur í lífstíðarfangelsi. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert