Mistök að bíða eftir liðsauka

Nítján börn voru myrt í árásinni.
Nítján börn voru myrt í árásinni. AFP

Steven McCraw, yfirmaður hjá almannavörnum Texas-ríkis, segir það hafa verið mistök hjá lögreglunni að hafa ekki gert strax áhlaup á skólastofuna í Uvalde þar sem árásarmaður skaut og myrti nítján börn og tvo kennara í vikunni.

Í staðinn beið lögregla eftir liðsauka áður en reynt var að yfirbuga árásarmanninn.

Lögreglan í Uvalde beið í 40 mínútur áður en þeir gerðu áhlaupið á skólastofuna og skutu árásarmanninn. Sagði McCraw að ein ástæðan fyrir þessari töf hefði verið vegna þess að yfirmaður á vettvangi hefði talið að skotárásin væri yfirstaðin.

Þessi útskýring stangast á við gögn sem sýna fram á að fjórum sinnum var hringt í neyðarlínuna innan úr skólanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert