Rússar missa aðgang að Netflix

Bækistöðvar Netflix í Hollywood í Kaliforníu.
Bækistöðvar Netflix í Hollywood í Kaliforníu. AFP

Rússar hafa misst aðgang sinn að streymisveitunni Netflix, sem er nýjasta fyrirtækið sem yfirgefur Rússland vegna stríðsins í Úkraínu.

Netflix var ekki lengur í boði á föstudaginn í Rússlandi og staðfesti talsmaður fyrirtækisins að aðgangurinn væri ekki lengur fáanlegur fyrir áskrifendur.

Netflix, sem er með bækistöðvar í Bandaríkjunum, tilkynnti snemma í mars að það ætlaði að hætta starfsemi í Rússlandi eftir að rússnesk yfirvöld sendu þúsundir hermanna inn í Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka