30 kínverskar þotur flugu inn í lofthelgi Taívans, þar á meðal rúmlega 20 orrustuþotur.
Varnarmálaráðuneyti Taívans greindi frá því seint í gærkvöldi að það hafi notað eldflaugavarnarkerfi til að fylgjast með þessu uppátæki Kínverja, sem er það næstumfangsmesta í lofthelgi Taívans á þessu ári.
Á undanförnum árum hafa kínversk stjórnvöld sent þotur inn í varnarsvæði Taívans, meðal annars til að láta í ljós óánægju sína.
Kínversk stjórnvöld líta á landið sem hérað innan Kína og núverandi stjórnvöld sem aðskilnaðarsinna.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að Bandaríkin muni taka til varna fyrir Taívan, reyni kínversk stjórnvöld að ná yfirráðum yfir eyríkinu.