30 kínverskar þotur í lofthelgi Taívans

18 metra langur fáni Taívans myndaður á herstöð í Taoyuan …
18 metra langur fáni Taívans myndaður á herstöð í Taoyuan á síðasta ári. AFP

30 kínverskar þotur flugu inn í lofthelgi Taívans, þar á meðal rúmlega 20 orrustuþotur.

Varnarmálaráðuneyti Taívans greindi frá því seint í gærkvöldi að það hafi notað eldflaugavarnarkerfi til að fylgjast með þessu uppátæki Kínverja, sem er það næstumfangsmesta í lofthelgi Taívans á þessu ári.

Á undanförnum árum hafa kínversk stjórnvöld sent þotur inn í varnarsvæði Taívans, meðal annars til að láta í ljós óánægju sína.

Kínversk stjórnvöld líta á landið sem hérað innan Kína og núverandi stjórnvöld sem aðskilnaðarsinna.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hef­ur heitið því að Banda­rík­in muni taka til varna fyr­ir Taív­an, reyni kín­versk stjórn­völd að ná yf­ir­ráðum yfir eyrík­inu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert