AstraZeneca brigslað um taugasjúkdóm

Skammtur af bóluefni AstraZeneca sem vísindamenn brigsla nú um að …
Skammtur af bóluefni AstraZeneca sem vísindamenn brigsla nú um að valda hinum sjaldgæfa taugasjúkdómi Guillain-Barré-heilkenni. AFP

Sýnt þykir að kór­ónu­veiru­bólu­efnið AstraZeneca geti ýtt und­ir lík­urn­ar á að þiggj­end­ur fái hinn sjald­gæfa tauga­sjúk­dóm Guillain-Bar­ré-heil­kenni, eða GBS, sé mark tak­andi á rann­sak­end­um Uni­versity Col­l­e­ge í London. Hafa þeir kom­ist að þeirri niður­stöðu að svo­kallaður tróju­hest­ur í AstraZeneca, sem hvet­ur ónæmis­kerfið til að skera upp her­ör gegn veirunni er hest­ur­inn ber með sér, geti kveikt heil­kennið hjá þiggj­anda efn­is­ins en meðal ein­kenna þess má nefna doða og sárs­auka í vöðvum, skerta hreyfigetu og erfiðleika við að kyngja og jafn­vel draga and­ann.

GBS er al­geng­ur fylgi­fisk­ur kam­fýlób­akt­er­sýk­ing­ar en sú bakt­ería get­ur auðveld­lega blekkt ónæmis­kerfið til að ráðast gegn tauga­kerfi mann­fólks. Veittu rann­sak­end­ur við Uni­versity Col­l­e­ge fjölg­un GBS-til­fella at­hygli vik­urn­ar eft­ir að fólk hafði verið sprautað með AstraZeneca en slíkt kom ekki fram hjá þiggj­end­um annarra bólu­efna. AstraZeneca er adenóveiru­bólu­efni og not­ar aðra veiklaða veiru til að hýsa erfðaefni kór­ónu­veirunn­ar og telja vís­inda­menn­irn­ir, eins og í til­felli kam­fýlób­akt­er, að adenóveir­an rugli ónæmis­kerfið í rím­inu með þeim af­leiðing­um að það ráðist á eig­in lík­ama.

Segja Jans­sen sama marki brennt

„Eins og sak­ir standa vit­um við ekki hvernig bólu­efni get­ur fjölgað GBS-til­fell­um. Hugs­an­lega teng­ist það ónæm­is­vök­um í sumu fólki en sé það rétt ættu öll bólu­efni að geta haft sömu áhrif,“ seg­ir pró­fess­or Michael Lunn, einn vís­inda­mann­anna við Uni­versity Col­l­e­ge, í sam­tali við breska dag­blaðið Daily Tel­egraph, „þess vegna er eðli­legt að draga þá álykt­un að þessi til­tekni adenóveiru­vektor, sem er al­geng­ur í bólu­efn­um, þar á meðal efni AstraZeneca, geti borið með sér þessa auknu áhættu [á GBS-heil­kenn­inu].“

Til­fell­in eru þó enn sem komið er færri en þegar kam­fýlób­akt­er er ann­ars veg­ar og um einn af hverj­um þúsund fær tauga­sjúk­dóm­inn en rann­sókn­ar­gögn frá Banda­ríkj­un­um gefa til kynna að bólu­efnið Jans­sen bjóði svipaðri hættu heim og kveiki GBS-heil­kennið með þiggj­end­um sín­um.

The Tel­egraph

ABC

Bus­iness in Vancou­ver

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert