„Ekki niðurlægja Rússland“

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP

Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron Frakklandsforseta eftir að hann sagði það mikilvægt að Rússar yrðu ekki niðurlægðir vegna innrásarinnar. Fréttastofa BBC greindi frá þessu.

Macron sagði það vera mikilvægt að Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætti leið út úr því sem hann kallaði „grundvallarmistök“ og að Pútín hefði „einangrað sig“.

„Ég held, og ég sagði honum, að hann hafi gert söguleg og grundvallarmistök fyrir fólkið sitt, fyrir sjálfan sig og fyrir mannkynssöguna.“

Kúleba sagði í tísti að hvatning til þess að niðurlægja ekki Rússland gæti aðeins niðurlægt Frakkland og öll önnur lönd sem myndu taka í sama streng. Bandamenn ættu frekar að einbeita sér að því hvernig stöðva megi Rússland þar sem það „niðurlægir sig sjálft“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert